HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður með sinn árlega kirkju- og kaffisöludag sunnudaginn 7. nóvember. Kl. 14 verður messa í Kópavogskirkju og taka leikmenn virkan þátt í athöfninni. Prestur verður sr. Guðni Þór Ólafsson og sr. Gísli Kolbeins prédikar.

HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík verður með sinn árlega kirkju- og kaffisöludag sunnudaginn 7. nóvember. Kl. 14 verður messa í Kópavogskirkju og taka leikmenn virkan þátt í athöfninni. Prestur verður sr. Guðni Þór Ólafsson og sr. Gísli Kolbeins prédikar. Meðhjálpari verður Eyjólfur R. Eyjólfsson og organisti Árni Arinbjarnar. Upphafsbæn flytur Sigurður Kristjánsson, ritningalestur annast Auðunn Bragi Sveinsson og Ingibjörg Baldursdóttir, útgöngubæn flytur Theódóra Reynisdóttir. Tónlistaratriði flytja Margrét Árnadóttir og Árni Arinbjarnar. Húnakórinn syngur undir stjórn Kjartans Ólafssonar.

Kl. 14.30-16 verður kaffisala í Húnabúð, Skeifunni 11. Þar mun kaffinefnd félagsins sjá um kaffisölu.