FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur fullgilt nýjar reglur um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð.

Breytingin hefur það í för með sér að þar sem tveir starfsmenn eða fleiri sinna störfum um afmarkaðan tíma, sem er lengri en ein vinnuvika þá skal vera á vinnustaðnum starfsmannaaðstaða þar sem m.a. skal vera búningsherbergi (með fatahengi, fataskápum og þurrkaðstöðu), snyrtiherbergi, matstofur og kaffistofur.

Ef ekki er hægt að uppfylla kröfur reglnanna vegna sérstakra aðstæðna utan þéttbýlis verður að sækja um undanþágu til Vinnueftirlits ríkisins sem metur hvort leyfa á slíka undanþágu.