Ég hvíli í svölum skugga grænna greina í grasi mjúku sjávarhamra við. Hér finnur hjartað fró og létti meina við fuglasöng og mararbáru nið.

Ég hvíli í svölum skugga grænna greina

í grasi mjúku sjávarhamra við.

Hér finnur hjartað fró og létti meina

við fuglasöng og mararbáru nið.

Mér finnst ég þekkja að fornu þennan klið,

mér finnst ég útlegð minni læri að gleyma,

mér finnst, að hér ég geti fundið frið,

mér finnst, að hér sé gott að eiga heima.

En stundum nærri sýnist mér það synd

með solli byggðar landsins tign að skerða

og hinni fornu eyðiró að raska. -

Jón Ólafsson.