ROBIN A. Weiss, heimskunnur sérfræðingur í veirusjúkdómarannsóknum (lengst t.v.) og Ian E. Hughes, dósent í lyfjafræði við háskólann í Leeds á Englandi (lengst t.h.

ROBIN A. Weiss, heimskunnur sérfræðingur í veirusjúkdómarannsóknum (lengst t.v.) og Ian E. Hughes, dósent í lyfjafræði við háskólann í Leeds á Englandi (lengst t.h.), héldu erindi á ráðstefnu sem læknadeild Háskóla Íslands boðaði til í gær, af því tilefni að þau Margrét Guðnadóttir og Þorkell Jóhannesson, prófessorar við læknadeild, eru að láta af störfum eftir áratuga starf í þágu læknavísindanna. Prófessor Jóhann Ágúst Sigurðsson, forseti læknadeildar, stendur við hlið Weiss, en hann setti ráðstefnuna sem fram fór í Háskólabíói.

Fjallaði erindi Weiss, sem er prófessor við University College í Lundúnum, um líffæraflutninga úr dýrum í menn og sýkingahættur sem fylgja slíkum tilraunum. Weiss lét þess getið hve mikla framsýni Margrét Guðnadóttir hefði sýnt í vísindaskrifum sínum. Sjálf sagðist hún í stuttu ávarpi ekki hafa sagt skilið við veirurnar þótt komin væri á eftirlaun. Dr. Hughes skýrði í erindi sínu frá nýjungum í kennsluaðferðum í lyfjafræði.