AÐ gefnu tilefni beinir Fjármálaeftirlitið því til neytenda við ákvörðun um kaup á vátryggingu, að huga vel að samanburði á verði, afsláttarkjörum og gildissviði vátryggingaskilmála og þjónustu sem í boði er.

AÐ gefnu tilefni beinir Fjármálaeftirlitið því til neytenda við ákvörðun um kaup á vátryggingu, að huga vel að samanburði á verði, afsláttarkjörum og gildissviði vátryggingaskilmála og þjónustu sem í boði er.

Fjármálaeftirlitið hvetur neytendur til varfærni þegar almennar ályktanir eru dregnar af auglýsingum og kynningarefni í fjölmiðlum um þessa þætti, en hjá Fjármálaeftirlitinu eru nú til athugunar auglýsingar og önnur kynning á ökutækjatryggingum, sem birst hafa í fjölmiðlum síðustu daga. Telur Fjármálaeftirlitið að samanburður á kjörum og þjónustu sem í boði er, sé að jafanaði flóknari en svo að honum verði gerð skil í auglýsingum.

Með hliðsjón af framansögðu telur Fjármálaeftirlitið því mikilvægt að neytendur hugi að eigin vátryggingaþörf áður en vátrygging er keypt og leiti upplýsinga um verð og gildissvið vátryggingar sem ætlunin er að kaupa.