GRANDA hf. voru gær veitt umhverfisverðlaun LÍÚ fyrir að standa að slíkum málum á framúrskarandi hátt.
GRANDA hf. voru gær veitt umhverfisverðlaun LÍÚ fyrir að standa að slíkum málum á framúrskarandi hátt. Í máli Kristjáns Ragnarssonar, formanns stjórnar LÍÚ, við afhendinguna kom fram að mikil áherzla væri lögð á alla þætti starfsemi Granda, sem snéru að umhverfismálum og hefði fyrirtækið þótt skara fram úr í þeim hópi, sem til greina koma við tilnefninguna. Brynjólfur Bjarnason, framkvbæmdastjóri Granda, veitti viðurkenningunni móttöku úr hendi sjávarútvegsráðherra Árna Mathiesen. Í máli sínu við það tækifæri lögðu þeir báðir áherzlu á nauðsyn þess að sinna umhverfismálum vel. Þetta er í fyrsta sinn sem umhverfisverðlaun LÍÚ eru veitt.