MP Verðbréf hf. hafa keypt 18,02% hlutafjár í Sæplasti hf., að því er fram kemur í flöggun til Verðbréfaþings Íslands í gær. Samvinnulífeyrissjóðinn og Dulvin ehf. flögguðu einnig í gær vegna sölu félaganna á hlutabréfum í Sæplasti hf.

MP Verðbréf hf. hafa keypt 18,02% hlutafjár í Sæplasti hf., að því er fram kemur í flöggun til Verðbréfaþings Íslands í gær. Samvinnulífeyrissjóðinn og Dulvin ehf. flögguðu einnig í gær vegna sölu félaganna á hlutabréfum í Sæplasti hf.

Auður Finnbogadóttir, forstöðumaður hjá MP Verðbréfum,sagði í samtali við Morgunblaðið að hlutabréfin hefðu verið keypt með endursölu í huga. Um er að ræða hlutabréf fyrir kr. 16.896.917,- að nafnverði, eða rúmar 155 milljónir að markaðsvirði, en viðskiptin fóru fram á genginu 9,2. Að sögn Auðar hefjast viðræður við hugsanlega kaupendur eftir helgina. "Við vitum af áhuga fjárfesta," segir Auður. "Það kemur í ljós eftir viðræðurnar hvort af sölu verður í heilu lagi eða í hlutum."

Samvinnulífeyrissjóðurinn seldi allan hlut sinn í Sæplasti hf. eða 6,2%, að nafnverði kr. 5.809.447. Dulvin ehf. seldi allan hlut sinn í Sæplasti hf. eða 11,83%, að nafnverði kr. 11.087.470.

Gengi hlutabréfa í Sæplasti hf. hækkaði í gær um 3,9% og var lokagengið 9,25.