Vindbarinn snjór, kaldur og harður eins og grjót, þekur frosna jörð. Hófadynur nálgast-, gestur ríður í hlað á bleikum hesti og hefur enga viðdvöl. Hann þrífur sálina úr brjósti mínu um leið og hann fer hjá og hverfur í nóttina.

Vindbarinn snjór,

kaldur og harður

eins og grjót,

þekur frosna jörð.

Hófadynur nálgast-,

gestur ríður í hlað

á bleikum hesti

og hefur enga viðdvöl.

Hann þrífur sálina

úr brjósti mínu

um leið og hann fer hjá

og hverfur í nóttina.

Ég hrópa á eftir honum:

"Dauði, hvað liggur á,

hví skilur þú mig eftir,

flakandi í sárum?"

Eina svarið, sem berst,

er gnauðið í vindinum

og fnæsið í hestinum,

sem aldrei fær hvíld.

Höfundurinn er fyrrverandi lögregluþjónn í Keflavík.