Þú komst eins og vorþeyr með vermandi yl og vaktir á ný mína þrá, og ég varð þá fleygur og fundið gat til og fléttað í gleði mín strá.

Þú komst eins og vorþeyr með vermandi yl

og vaktir á ný mína þrá,

og ég varð þá fleygur og fundið gat til

og fléttað í gleði mín strá.

Og aftur varð söngur og sumar í dal

og seiður frá lækjum í hlíð,

ég man ekki annað eins man söngvaval

í myndum frá liðinni tíð.

Og þú varst mér allt þessa ör lagastund

sem alsæll þá hvarf ég til þín

sem ætlaðir með mér að sigla um sund

hin síðustu æviár mín.

Svo allt er þá fagurt og allt er þá gott

og ekkert til leiðinda meir,

svo loks þegar lífsandinn líður á brott

þá lifa mun enn þessi þeyr.

Höfundurinn, 1923-1992, var frá Vatnsdal í Fljótshlíð, en var verkamaður í Reykjavík.