Eiríkur Jónsson fæddist 12. sept. 1931, sonur hjónanna Kristínar Vigfúsdóttur, húsmóður, og Jóns Eyþórssonar, veðurfræðings. Eiríkur átti 5 systkini, Sverri, Ingibjörgu og Kristínu, sem eru látin, og Björgu og Eyþór, sem eru á lífi.

Eiríkur ólst upp í Reykjavík og á Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi. Árið 1948 hóf hann nám í Garðyrkjuskóla ríkisins og útskrifaðist þaðan árið 1950. Eftir það stundaði hann einkum garðyrkju og rak Garðyrkjustöðina Rósakot í Hveragerði um langt árabil, en til Hveragerðis fluttist hann 1956. Hann varð starfsmaður Heilsustofnunar NLFÍ árið 1994 og starfaði þar til dauðadags.

26. ágúst 1950 kvæntist Eiríkur Gunnlaugu S. Antonsdóttur úr Reykjavík, dóttur hjónanna Björns Antons Kjartanssonar og Guðrúnar Sæmundsdóttur, og eignuðust þau 5 börn; Björn Anton 1950, Kristínu '52, Jón '56, Pál '57 og Sverri 1972.

Útför Eiríks verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag, laugardaginn 6. nóvember og hefst athöfnin klukkan 14.

ævi>