Í örfáum orðum langar mig til að heiðra minningu Egils Ólafssonar á Hnjóti. Með honum er farinn hluti íslensks fróðleiks. Ég var svo lánsamur að kynnast Agli fyrst sem leiðsögumaður á Íslandi. Hann uppfræddi mig um margt og síðar meir varð samvinna okkar meiri þegar við unnum að kvikmynd fyrir franska sjónvarpið "Íslandsmenn" sem var sýnd hér nýlega. Ég kunni að meta einlægni hans og glaðværð. Þrátt fyrir söknuð minn vil ég geyma í huga mér mynd af manni sem var örlátur og athugull. Hann var stoltur af safninu sínu sem hann hafði komið upp af mikilli nákvæmni. Ákveðni hans að varðveita þjóðararfinn var einstök. Á okkar tímum þar sem allt viðgengst, þá vissi hann betur en nokkur maður hvað þýddi "skylda okkar gagnvart þeim látnu".

Ég kveð þig að hætti Jónasar Hallgrímssonar: "Adieu, l'ami", Egill.

Ég og franska kvikmyndaliðið sendum Ragnheiði Magnúsdóttur okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum henni enn á ný fyrir gestrisni hennar.

Jean-Yves Courageux