[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
SELMA tekur vinsældalistann með stormi aðra vikuna í röð með breiðskífuna I am . Fast á hæla hennar fylgir hljómsveitin Korn með Issues (Limited Edition) ogbera þessar plötur nokkuð af þessa vikuna.

SELMA tekur vinsældalistann með stormi aðra vikuna í röð með breiðskífuna I am. Fast á hæla hennar fylgir hljómsveitin Korn með Issues (Limited Edition) ogbera þessar plötur nokkuð af þessa vikuna.

Celine Dion bætir sig um næstum helming og fer í þriðja sæti með All The Way... A Decade Of Song; en hún virðist eiga sér trygga aðdáendur hér sem annars staðar. Sálin hans Jóns míns er ekki komin fram yfir síðasta söludag þótt platan sé dagsett 12. ágúst 1999 og stígur upp í sjötta sæti. Þá eru ferskar íslenskar sveitir í efstu sætum á borð við Mínus, sem stekkur hátt með Hey Johnny, Quarashi, sem heldur sér ofarlega með Xeneizes, Sigur Rós með sannarlega Ágætis byrjun, Ensími með BMX, Jagúar með samnefnda plötu, Emilíana Torrini með Love In The Time Of Science, Maus með Í þessi sekúndubrot sem ég flýg, Land og synir með Herbergi 313 og loks Páll Óskar með Deep Inside. Kræsingarnar eru vel úti látnar fyrir íslenska tónlistarunnendur þessa dagana og kannski við hæfi að Íslandslög 4 úr smiðju Björgvins Halldórssonar séu einmitt í fjórða sæti.