Sylvester Stallone og eiginkona hans,  Jennifer Flavin, eru flutt frá Miami til Los Angeles.
Sylvester Stallone og eiginkona hans, Jennifer Flavin, eru flutt frá Miami til Los Angeles.
LEIKARINN bólgni, Sylvester Stallone, er búinn að selja lúxushúsið sitt á Miami og fór það fyrir 1.166 milljónir króna.
LEIKARINN bólgni, Sylvester Stallone, er búinn að selja lúxushúsið sitt á Miami og fór það fyrir 1.166 milljónir króna. En húsið hafði verið lengi á sölu og Stallone er ekki himinlifandi yfir milljónunum sínum því hann hafði vonast til að fá töluvert meira fyrir húsið sem stendur á besta stað við ströndina. Upphaflega voru settar tæpar 2.000 milljónir á kofann en að sögn fasteignasalans sem sá um söluna má Stallone una vel við sitt því verðið sem fékkst er hátt miðað við hús á þessum slóðum. Stallone keypti húsið og landareignina sem því fylgir árið 1993 fyrir 576 milljónir króna en hefur töluvert breytt og bætt við síðan. Hann lét t.d. reisa kvikmyndahús á landareigninni sem kostaði 860 milljónir auk hágæða vínkjallara og æfingasvæði með skotvopn.