FRAMLEIÐENDUR inflúensulyfsins relenza, sem nýkomið er á markað á Íslandi, hafa skrifað öllum heimilislæknum í Bretlandi bréf, þar sem athygli er vakin á því að notkun lyfsins geti valdið öndunarerfiðleikum hjá einstaka sjúklingum.
FRAMLEIÐENDUR inflúensulyfsins relenza, sem nýkomið er á markað á Íslandi, hafa skrifað öllum heimilislæknum í Bretlandi bréf, þar sem athygli er vakin á því að notkun lyfsins geti valdið öndunarerfiðleikum hjá einstaka sjúklingum.

Glaxo Wellcome, lyfjafyrirtækið sem framleiðir lyfið, bendir á að þeir sem þjáist af astma og/eða lungnasjúkdómum geti orðið fyrir hliðarverkunum af því að taka inn inflúensulyfið, en það er gefið inn í munnúðaformi.

Fyrirtækið sagði að í Bandaríkjunum hefði komið í ljós að hliðarverkunareinkenni hefðu komið fram hjá um tíu manns af þeim á að gizka 500.000 sem notað hefðu lyfið fram að þessu þar í landi.