Dr. Erwing Haringer og Margrét Demleitner sem kenna í febrúar.
Dr. Erwing Haringer og Margrét Demleitner sem kenna í febrúar.
Á VEGUM Lífsskólans, Vesturbergi 73, verður haldið fimm daga námskeið frá 12. til 16. febrúar í Aroma-ilmolíumeðferð til lækninga. Kennarar verða dr.
Á VEGUM Lífsskólans, Vesturbergi 73, verður haldið fimm daga námskeið frá 12. til 16. febrúar í Aroma-ilmolíumeðferð til lækninga.

Kennarar verða dr. Erwin Haringer, prófessor við Háskólann í München og Margrét Demleitner, þerapisti við háskólasjúkrahúsið í München. Dr. Erwin Haringer er starfandi læknir og hefur lagt stund á rannsóknir á lífeðlisfræði gagnvart lyktnæmi og ilmi. Hann hefur ritað mörg vísindarit um liti og ilm og farið víða um heim með fyrirlestra, segir í fréttatilkynningu.

Lífsskólinn verður með helgarnámskeið í vetur í sogæðanuddi og ilmolíumeðferð. Einnig verða námskeið í reikiheilun. Upplýsingar um námskeiðin verða veittar í Lífsskólanum eftir kl. 19 á kvöldin.