LAUNASJÓÐUR fræðiritahöfunda auglýsir nú í fyrsta skipti eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2000.
LAUNASJÓÐUR fræðiritahöfunda auglýsir nú í fyrsta skipti eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2000.

Rétt til að sækja úr Launasjóði fræðiritahöfunda hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka og verka í stafrænu formi til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru veitt til hálfs árs, eins árs, til tveggja ára eða þriggja. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við lektorslaun við Háskóla Íslands eins og þau eru á hverjum tíma.

Umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Rannsóknarráðs Íslands www.rannis.is. Umsóknir skulu hafa borist á tölvutæku formi til Rannsóknarráðs Íslands, Laugavegi 13, fyrir 16. febrúar nk. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Rannsóknarráðs Íslands.

Dr. Stefanía Óskarsdóttir er formaður stjórnar Launasjóðs fræðiritahöfunda. Auk Stefaníu eiga sæti í sjóðsstjórninni dr. Sverrir Tómasson og dr. Haraldur Bessason.