Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn býður í vor upp á ferð til landsins helga.
Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn býður í vor upp á ferð til landsins helga. Þar gefst ferðalöngum tækifæri til að kynnast nýtísku hátækniþjóðfélagi um leið og þeir feta í fótspor ævafornra persóna og áhrifavalda í mannkynssögunni úr Gamla og Nýja testamentinu. Gist verður í Jerúsalem og farið þaðan í skoðunarferðir um einstæðar helgislóðir. M.a. verður farið í heilsdagsferð til Galíleu um Jórdandalinn með fyrstu áningu í Jeríkó, sem er talin elsta borg í heimi.