VILDARKLÚBBUR Flugleiða hefur undirritað samning við bílaleiguna Thrifty, sem er ein stærsta bílaleiga í heimi. Flugleiðir eru fyrsta evrópska flugfélagið sem Thrifty gerir samning við.

VILDARKLÚBBUR Flugleiða hefur undirritað samning við bílaleiguna Thrifty, sem er ein stærsta bílaleiga í heimi. Flugleiðir eru fyrsta evrópska flugfélagið sem Thrifty gerir samning við.

Bílaleigan hefur upp á að bjóða 1200 leigustaði í 67 löndum vítt og breitt um heiminn.

Félagar í Vildarklúbbi Flugleiða fá 500 ferðapunkta fyrir hverja leigu á öllum leigustöðum Thrifty. Ennfremur geta þeir greitt með ferðapunktum fyrir leigu á bílnum, fyrir sólarhringsleigu þarf 10.000-18.000 ferðapunkta, en það ræðst af bíltegund.