HEIMSFERÐIR bjóða nú í sumar í fyrsta sinn flug tvisvar í viku til Costa del Sol, en að sögn Andra Más Ingólfssonar, forstjóra Heimsferða, var gríðarleg eftirspurn eftir áfangastaðnum síðasta sumar og náði fyrirtækið ekki að anna eftirspurn á íslenska...

HEIMSFERÐIR bjóða nú í sumar í fyrsta sinn flug tvisvar í viku til Costa del Sol, en að sögn Andra Más Ingólfssonar, forstjóra Heimsferða, var gríðarleg eftirspurn eftir áfangastaðnum síðasta sumar og náði

fyrirtækið ekki að anna eftirspurn á íslenska markaðnum.

Flogið mánudaga og fimmtudaga

Costa del Sol er nú orðinn einn helsti áfangastaður Íslendinga og

Evrópubúa við Miðjarðarhafið og bjóða Heimsferðir flug alla fimmtudaga og mánudaga í sumar þannig að nú geta íslenskir ferðalangar valið um helgarferðir, vikuferðir eða tíu daga ferðir eða lengri og gefur það fólki miklu meiri valmöguleika á ferðalengd í sumarfríinu.

Sex fararstjórar

Ferðir Heimsferða til Costa del Sol hefjast um páskana, en sú ferð seldist upp á einum degi og er nú með biðlista. Í sumar verða Heimsferðir með sex fararstjóra á Costa del Sol og bjóða vikulegar ferðir m.a. til Granada, Afríku, Gíbraltar, Sevilla, Malaga og skemmtiferðir á kvöldin.