Flytjendur á ljóðatónleikum í Salnum nk. mánudagskvöld. Frá vinstri: Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, Hulda Bjöjrk Garðarsdóttir, sópran og Ármann Helgason, klarinettuleikari.
Flytjendur á ljóðatónleikum í Salnum nk. mánudagskvöld. Frá vinstri: Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, Hulda Bjöjrk Garðarsdóttir, sópran og Ármann Helgason, klarinettuleikari.
HULDA Björk Garðarsdóttir sópran heldur ljóðatónleika í Salnum mánudagskvöldið 7. febrúar kl. 20.30 ásamt þeim Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara og Ármanni Helgasyni klarínettuleikara. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Alban Berg, Hjálmar H.

HULDA Björk Garðarsdóttir sópran heldur ljóðatónleika í Salnum mánudagskvöldið 7. febrúar kl. 20.30 ásamt þeim Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara og Ármanni Helgasyni klarínettuleikara. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Alban Berg, Hjálmar H. Ragnarsson, Hugo Wolf, Johannes Brahms og Franz Schubert.

Hulda Björk Garðarsdóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1994. Hún hafði áður stundað söngnám við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Hulda Björk nam síðan við Listaháskólann í Berlín og hélt þaðan til London þar sem hún hlaut styrk frá Associated Board til að stunda nám við Royal Academy of Music. Þaðan lauk hún Postgraduate RAM Diploma árið 1998.

Hulda Björk söng í Kantötu nr. 3 eftir J.S. Bach í Hallgrímskirkju í janúar sl. og hefur komið fram á hinum ýmsu tónleikum bæði sem einsöngvari og í samsöng með öðrum. Hún hlaut styrk frá Félagi íslenskra leikara árið 1999. Þau verkefni sem hún mun fást við á næstunni eru hlutverk Fiordiligi í Cosi fan tutte eftir W.A. Mozart á Tónlistarhátíð Amersham í London, og hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós hjá Garsington Opera í Oxfordshire.

Miðasala Salarins er opin virka daga frá kl. 9-16.