ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 13 í gærdag til að sækja slasaðan mann í nágrenni Kálfstinda vestan við Laugarvatn. Maðurinn var fluttur á Borgarspítalann og lenti þyrlan þar um klukkan 14.35.

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 13 í gærdag til að sækja slasaðan mann í nágrenni Kálfstinda vestan við Laugarvatn. Maðurinn var fluttur á Borgarspítalann og lenti þyrlan þar um klukkan 14.35. Hafði hann hlotið bakmeiðsl, að sögn Neyðarlínunnar.

Maðurinn hafði verið á vélsleða á leiðinni inn að Skjaldbreið. Vegfarandi kom að manninum og virtist sem hann hefði farið fram af vélsleðanum. Lögreglunni á Selfossi var tilkynnt um atburðinn og vegna eðlis meiðslanna var í samráði við starfsfólk Neyðarlínunnar ákveðið að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til að sækja manninn.