' Ég gerði mitt ýtrasta til að róa, og komst í færi, um leið og dýrið kom upp til að anda. Ég varpaði skutlinum, hann fló gegnum loftið, en á sama augabragði varð ég dauðskelkaður.
' Ég gerði mitt ýtrasta til að róa, og komst í færi, um leið og dýrið kom upp til að anda. Ég varpaði skutlinum, hann fló gegnum loftið, en á sama augabragði varð ég dauðskelkaður. Rostungurinn reis upp úr sjónum, og ég hef aldrei á ævi minni séð aðra eins skepnu. En ég hafði hitt, greip árina og forðaði mér undan eins fljótt og ég gat. En hvað hann var þungur, seinn og þrælslegur! Ég átti líka von á því að fá á hverri stundu hinn ógurlega skrokk romshvalsins ofan á mig og tennur hans inn í bakið. Mér virtist ég heyra það allt saman gerast, og ég lokaði augunum til að sjá ekki hið viðurstyggilega trýni. Á þeirri stundu hataði ég alla rostunga meira en nokkuð annað í heiminum, en þetta hljóð kom þá frá belgnum, sem var dreginn út af húðkeipnum, og síðan heyrði ég félaga mína reka upp siguróp. Ég hafði fengið minn fyrsta rostung. Það er áþekkt því, sem maður í Danmörku hefði lokið embættisprófi eða smíðað sveinsstykki. Hann er orðinn stærð, sem getur krafið sér hljóðs í hópi málsmetandi manna.