HJÁ Gigtarfélagi Íslands er að hefjast nýtt námskeið um vefjagigt. Um er að ræða þriggja kvölda námskeið dagana 14., 16. og 23. febrúar nk. og byrjar það alla dagana kl. 19.30.

HJÁ Gigtarfélagi Íslands er að hefjast nýtt námskeið um vefjagigt. Um er að ræða þriggja kvölda námskeið dagana 14., 16. og 23. febrúar nk. og byrjar það alla dagana kl. 19.30. Á námskeiðinu verður rætt um vefjagigt og þau áhrif sem sjúkdómurinn hefur á daglegt líf og lífsgæði.

Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Arnór Víkingsson, gigtarsérfræðingur, Kolbrún Einarsdóttir, næringarráðgjafi, Hulda Jeppesen, sjúkraþjálfari, Jónína Björg Guðmundsdóttir og Svala Björgvinsdóttir, félagsráðgjafar, einnig kynnir Magndís Grímsdóttir áhugahóp GÍ um vefjagigt og síþreytu. Skráning og frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins.