Alfa 147 er í sama stærðarflokki og VW Golf.
Alfa 147 er í sama stærðarflokki og VW Golf.
ALFA Romeo setur á markað langbaksgerðina af 156 í sumar en bíllinn verður frumkynntur á bílasýningunni í Genf um næstu mánaðamót.

ALFA Romeo setur á markað langbaksgerðina af 156 í sumar en bíllinn verður frumkynntur á bílasýningunni í Genf um næstu mánaðamót. Snemma á næsta ári kemur síðan nýr bíll á markað frá Alfa Romeo sem á að leysa tvo bíla af hólmi, nefnilega 145 og 146, sem eru þrennra og fimm dyra millistærðarbílar. Nýi bíllinn kallast 147 en ráðgert er að hann verði frumsýndur á bílasýningunni í París næsta haust. Bíllinn er hannaður af Walter de Silva, þeim er hannaði fallegustu bíla Alfa Romeo, s.s. GTV og Spider, 145, 146, 156 og 166.

147 fær sumt af útlitseinkennum 156 að láni. V-laga grillið verður þó með öðru sniði og státar af fimm láréttum rimlum. 147 er í sama stærðarflokki og VW Golf. Heimildir herma að fimm dyra bíllinn verði með næstum alveg sama hliðarsvip og þrennra dyra bíllinn og hurðarhúnar á afturhurðum verði ekki sjáanlegir frekar en á stóra bróður, 156. Hann deilir fleiru með 156 eins og t.d. fjöðrunarbúnaðinum. Búist er við að 147 verði boðinn í sportútfærslu með 2ja lítra Twin Spark-vél sem skilar 155 hestöflum og með Selespeed-takkaskiptingunni, sem einnig er boðin í 156.