[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í LISTAKLÚBBI Leikhúskjallarans verða pólsk ljóð og tónlist í öndvegi á mánudagskvöldið næsta, hinn 7. febrúar.

Í LISTAKLÚBBI Leikhúskjallarans verða pólsk ljóð og tónlist í öndvegi á mánudagskvöldið næsta, hinn 7. febrúar.

Leikararnir Hjalti Rögnvaldsson, Halla Margrét Jóhannesdóttir og Kristbjörg Kjeld flytja ljóðin og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari leika pólska nútímatónlist.

Ljóðin eru öll þýðingar Geirlaugs Magnússonar, annars vegar úr ljóðabókinni Úr andófinu sem kom út 1993 og hefur að geyma ljóð 12 pólskra skálda. Hins vegar er um að ræða ljóð úr ljóðabókinni Endir og upphaf eftir skáldkonuna Wislawa Szymborska sem hún hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir 1996. Þær Kristbjörg og Halla Margrét munu flytja öll ljóð bókarinnar, 18 talsins.

Auk þeirra mun pólski málfræðingurinn Stanislaw Jan Bartoszek flytja nokkur ljóð á frummálinu, en hann er búsettur hér á landi og er formaður vináttufélags Íslands og Póllands.

Umsjón með þessari dagskrá hefur Hjalti Rögnvaldsson og sagði hann að báðar ljóðabækurnar yrðu til sölu "... á viðráðanlegu verði fyrir ljóðelskt alþýðufólk."