Hilmar Tómasson og Einar Guðmundsson, bílstjórar hjá Skeljungi, taka við nýju bílunum. Með þeim eru Már Sigurðsson, deildarstjóri dreifingar, og Vernharður Aðalsteinsson, umsjónarmaður tækja hjá Skeljungi.
Hilmar Tómasson og Einar Guðmundsson, bílstjórar hjá Skeljungi, taka við nýju bílunum. Með þeim eru Már Sigurðsson, deildarstjóri dreifingar, og Vernharður Aðalsteinsson, umsjónarmaður tækja hjá Skeljungi.
HEKLA hf. afhenti Skeljungi nýlega tvo nýja Scania-bíla sérbúna til flutnings á olíu og eldsneyti. Bílarnir eru af gerðinni Scania 124 GB 6x2 NA, með DSC12 Euro 2 dísilvél með forþjöppu og millikæli sem gefur 400 hestöfl við 1.900 snúninga á mínútu.
HEKLA hf. afhenti Skeljungi nýlega tvo nýja Scania-bíla sérbúna til flutnings á olíu og eldsneyti. Bílarnir eru af gerðinni Scania 124 GB 6x2 NA, með DSC12 Euro 2 dísilvél með forþjöppu og millikæli sem gefur 400 hestöfl við 1.900 snúninga á mínútu. Vélin er sex strokka og heildarrúmtak um 12 lítrar. Snúningsvægið er 1.810 Nm við 1.100-1.500 sn./mín. Í bílnum er handskiptur gírkassi með 12 hraðastig áfram auk tveggja skriðgíra og tveggja gíra afturábak. Bílarnir eru með svefnhúsi og eru á fjögurra punkta loftfjöðrun. Búnaður er m.a. samlæsingar, rafdrifnar rúðuvindur, upphitaðir hliðarspeglar og bílarnir eru búnir ljóskösturum og þokuljósum. Þeir eru með 20.000 lítra olíutanki. Annar bíllinn fer til Bolungarvíkur og sér um dreifingu á olíu og eldsneyti á norðanverðum Vestfjörðum. Hinn fer til Akureyrar og sér m.a. um flutninga á flugvélaeldsneyti austur til Egilsstaða.