Frá Santiago de Compostella á Spáni.
Frá Santiago de Compostella á Spáni.
ÍT-ferðir hafa skipulagt þrjár ævintýraferðir utanlands í sumar. Ævintýri í Asturias er rúmlega tveggja vikna ferð til Spánar þar sem gengið er í fimm daga um frægasta og stærsta þjóðgarð Spánar.

ÍT-ferðir hafa skipulagt þrjár ævintýraferðir utanlands í sumar. Ævintýri í Asturias er rúmlega tveggja vikna ferð til Spánar þar sem gengið er í fimm daga um frægasta og stærsta þjóðgarð Spánar. Ævintýradagar á Costa Brava er sumarfrí á sólarströnd fyrir fólk sem hefur áhuga á hreyfingu og útivist, því skipulagðar eru fjölmargar gönguferðir, en einnig gefst kostur á hjólreiðaferðum og aðstaða er jafnframt fyrir flestar íþróttagreinar.

Ævintýri á gönguför er þriðja ferð ÍT-ferða. Þar verður boðið upp á gönguferðir á Spáni. Gengin verður pílagrímaleiðin frá Frakklandi til Santiago de Compostella í Galisíu.

ÍT-ferðir verða með ferðakynningu í Kornhlöðunni 9. febrúar næstkomandi kl. 20:30 fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér ferðirnar nánar.