DAGBÓK Háskóla Íslands 17.-23. apríl. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands. Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Mánudginn 17. apríl kl.

DAGBÓK Háskóla Íslands 17.-23. apríl. Allt áhugafólk er velkomið á fyrirlestra í boði Háskóla Íslands.

Ítarlegri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans á slóðinni: http://www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html

Mánudginn 17. apríl kl. 12-13:30 kynnir Hulda Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi, þróunarverkefni Félagsþjónustunnar í Reykjavík: "Félagsþjónustan: Aukin þjónusta við langtíma atvinnulausa" í rannsóknarmálstofu í félagsráðgjöf. Málstofan fer fram í fundarherbergi félagsvísindadeildar, 1. hæð í Odda (áður Félagsvísindastofnun).

Miðvikudaginn 19. apríl kl. 17:45 flytur Arnfríður Guðmundsdóttir, lektor í kvennaguðfræði, erindið: "Fitjað upp á nýtt: Konur prjóna guðfræði út frá breyttum forsendum. Rannsóknir í kvennaguðfræði við aldahvörf" í þættinum Víðsjá í Ríkisútvarpinu á Rás eitt.

Námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ vikuna 17.-23. apríl

18. apríl kl. 9-16 og 19. apríl kl. 9-13.

Evrópska "Business Excellence"-líkanið - til forystu fallið Kennari: Allan Ahrensberg, einn framkvæmdastjóra DIEU.

18. apríl kl. 13-17.

EVA-greining (Economic Value Added) Kennarar: Svanbjörn Thoroddsen framkvæmdastjóri markaðsviðskipta FBA og Elfar Rúnarsson forstöðumaður starfsmannaþjónustu FBA.

18. og 19. apríl kl. 9-17.

AutoCAD - framhaldsnámskeið.

Kennari: Magnús Þór Jónsson prófessor við Háskóla Íslands.

Vísindavefurinn Hvers vegna? Vegna þess! Vísindavefurinn býður gestum að spyrja um hvaðeina sem ætla má að vísinda- og fræðimenn Háskólans og stofnana hans geti svarað eða fundið svör við. Leita má svara við spurningum um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Kennarar, sérfræðingar og nemendur í framhaldsnámi sjá um að leysa gáturnar í máli og myndum. Slóðin er: www.visindavefur.hi.is

Sýningar

Árnastofnun

Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Handritasýning er opin kl. 14-16 þriðjudaga til föstudaga, 1. sept. til 15.

maí og kl. 13-17 daglega, 1. júní til 31. ágúst. Unnt er að panta sýningu utan reglulegs sýningartíma sé það gert með dags fyrirvara.

Þjóðarbókhlaða

Stefnumót við íslenska sagnahefð. Farandsýning í Þjóðarbókhlöðu 1. mars-30. apríl. Á sýningunni er dregið fram hvernig bókin og textinn hafa verið örlagavaldar í sögu íslensku þjóðarinnar. Varpað er ljósi á þróun prentlistar á Íslandi og hina sérstöku hefð handritauppskrifta til nota á heimilum er hélst allt fram á þessa öld. Brugðið verður ljósi á sagnaritun frá upphafi og sýnd tengsl hennar og nýjustu miðlunartækni nútímans.

Orðabankar og gagnasöfn

Öllum er heimill aðgangur að eftirtöldum orðabönkum og gagnsöfnum á vegum Háskóla Íslands og stofnana hans.

Íslensk málstöð. Orðabanki. Hefur að geyma fjölmörg orðasöfn í sérgreinum: http://www.ismal.hi.is/ob/

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn. Gegnir og Greinir.

http://www.bok.hi.is/gegnir.html

Orðabók Háskólans. Ritmálsskrá: http://www.lexis.hi.is/

Rannsóknagagnasafn Íslands. Hægt að líta á rannsóknarverkefni og niðurstöður rannsókna- og þróunarstarfs: http://www.ris.is