Erna María Eiríksdóttir dró upp mynd af sveitafólki frá síðustu aldamótum.
Erna María Eiríksdóttir dró upp mynd af sveitafólki frá síðustu aldamótum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
NEMENDUR snyrtibrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti stóðu fyrir glæsilegri aldamótasýningu á dögunum. Sýnd var förðun, hárgreiðsla, fatnaður og umgjörð, allt frá tímum Egypta fram til dagsins í dag og reyndar aðeins lengra fram í tímann.

NEMENDUR snyrtibrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti stóðu fyrir glæsilegri aldamótasýningu á dögunum. Sýnd var förðun, hárgreiðsla, fatnaður og umgjörð, allt frá tímum Egypta fram til dagsins í dag og reyndar aðeins lengra fram í tímann.

Alls komu 36 nemendur að sýningunni.

Ýmis tímabil voru tekin fyrir og er gestir komu í skólann gengu þeir beinustu leið inn á snyrtistofu frá 1950 og þaðan inn í nútímann: snyrtistofu eins og þær líta út í dag.

Egypskar prinsessur, þekktar leikkonur, þýskir hermenn og íslenskir alþýðubændur voru meðal þeirra sem tóku á móti gestum í hátíðarsal skólans og auðvitað voru þau í viðeigandi klæðnaði og með ýmsa fylgihluti er tengdust viðkomandi tímabili. Einnig voru sett á svið brúðkaup eins og þau voru árið 1900 og brúðkaup ársins 2000.