Umboðsmaður barna, Þórhildur Líndal, hefur lagt til við yfirvöld að þau setji reglur um hæfni leiðbeinenda og veltir því upp hvort ekki ætti að gera kröfur um að umsækjendur um þessi störf leggi fram sakavottorð sem sýni að þeir hafi ekki gerst brotlegir...

Umboðsmaður barna, Þórhildur Líndal, hefur lagt til við yfirvöld að þau setji reglur um hæfni leiðbeinenda og veltir því upp hvort ekki ætti að gera kröfur um að umsækjendur um þessi störf leggi fram sakavottorð sem sýni að þeir hafi ekki gerst brotlegir gegn börnum. "Reyndar er ég þeirrar skoðunar að allir þeir sem vinna með börnum ættu að leggja fram sakavottorð þegar sótt er um slík störf," segir hún.

Það kemur fram í máli Þórhildar að í Noregi hafi verið mikil umræða um hvort ekki eigi að gera þessa kröfu til leikskóla- og grunnskólakennara og annarra sem vinna með börnum. "Ég tel eðlilegt að hér á landi verði þetta einnig tekið til umræðu," segir hún.