Íslandsmótið í sveitakeppni Úrslitin í MasterCard-mótinu verða spiluð um bænadagana að venju. Bridsáhugafólk er hvatt til að líta inn í Þönglabakkann, enda mjög góð aðstaða fyrir áhorfendur og sýningartafla uppi.

Íslandsmótið í sveitakeppni

Úrslitin í MasterCard-mótinu verða spiluð um bænadagana að venju. Bridsáhugafólk er hvatt til að líta inn í Þönglabakkann, enda mjög góð aðstaða fyrir áhorfendur og sýningartafla uppi. Mótið hefst á miðvikudaginn kemur og því lýkur á laugardag fyrir páska með verðlaunaafhendingu kl. 19.30.

Dagskrá mótsins:

1. umferð miðvikudagur 15.20-19.10

2. umferð miðvikudagur 20.10-24.00

3. umferð fimmtudagur 11.00-14.50

4. umferð fimmtudagur 15.20-19.10

5. umferð fimmtudagur 20.10-24.00

6. umferð föstudagur 15.20-19.10

7. umferð föstudagur 20.10-24.00

8. umferð laugardagur 11.00-14.50

9. umferð laugardagur 15.20-19.10

Íslandsmót í paratvímenningi

verður spilað í Þönglabakkanum helgina 29.-30. apríl. Mótið byrjar kl. 11 báða dagana. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða á bridge@bridge.is