Háskólakórinn ásamt stjórnandanum Agli Gunnarssyni.
Háskólakórinn ásamt stjórnandanum Agli Gunnarssyni.
HÁSKÓLAKÓRINN heldur tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20. Á efnisskránni verða verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigursvein D.

HÁSKÓLAKÓRINN heldur tónleika í Salnum í Kópavogi annað kvöld, mánudagskvöld, kl. 20. Á efnisskránni verða verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigursvein D. Kristinsson, Ingunni Bjarnadóttur, Kjartan Ólafsson, Jón Ásgeirsson, Béla Bartók, Benjamin Britten, Egil Gunnarsson.

Eftir hlé verða m.a. flutt án hlés Raddir á daghvörfum - tilbrigði við tíu þjóðsögur í tíu þáttum. Ljóðaflokkurinn birtist fyrst í bók Hannesar Péturssonar, Stund og staðir, árið 1962, en hún var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 1964. Kórinn hefur nýlokið upptökum á verkinu í heild sinni og mun það koma út á geislaplötu ásamt annarri íslenskri kórtónlist sem Háskólakórinn hefur flutt.

Háskólakórinn hefur nú verið til í ein 28 ár og upp úr honum hafa verið stofnaðir aðrir kórar. Á tónleikunum á morgun koma einnig fram karlakórinn Silfur Egils og kvennakórinn Strengur Hallgerðar.

Kórinn flytur Sálumessu Verdis í Bologna á Ítalíu í vor ásamt háskólakórum frá hinum átta Menningarborgum Evrópu. Af því tilefni verða á efnsiskránni í Salnum nokkrir ítalskir madrigalar.

Stjórnandi Háskólakórsins er Egill Gunnarsson.