[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Jarðarför í Texas / A Texas Funeral ½ Vel skrifuð kvikmynd sem byggir smám saman upp frambærilegt fjölskyldudrama. Hverri persónu er gefið gott svigrúm og leikarar njóta sín vel í bitastæðum hlutverkum.

Jarðarför í Texas / A Texas Funeral

½ Vel skrifuð kvikmynd sem byggir smám saman upp frambærilegt fjölskyldudrama. Hverri persónu er gefið gott svigrúm og leikarar njóta sín vel í bitastæðum hlutverkum.

Limbó / Limbo

½

Þessi nýjasta mynd leikstjórans John Sayles er vel skrifuð og forvitnilega upp byggð. Hún bregður upp skarpri mynd af smábæjarlífi í Alaska og kafar síðan djúpt í tilfinningalíf nokkurra aðalpersóna. Óvenjuleg og töfrandi kvikmynd.

Stáltaugar / Pushing Tin

½

Létt og skemmtileg gamanmynd sem fjallar um flugumferðarstjóra á ystu nöf. Vel valið leikaralið sem skartar þeim John Cusack, Billy Bob Thornton og Cate Blanchett bætir upp fyrir meðalgott handrit.

General's Daughter / Dóttir hershöfðingjans

½

Hér hefði mátt fara betur með áhugavert umfjöllunarefni en þó er margt gott við þessa mynd og þá sérstaklega leikur James Woods í einu aukahluverkanna.

Twenty Four Seven / Alla Daga

Bob Hoskins er frábær í þessari skemmtilegu litlu mynd sem fjallar um mann sem reynir að bjarga nokkrum unglingsstrákum í smábæ í Bretlandi frá því að lenda í einhverju rugli.

Bedrooms and Hallways / Herbergi og gangar

½ Skemmtileg sýn Rose Troche ("Go Fish!") á kynhneigð okkar og þær flækjur sem hún getur valdið. Pirrandi samt hvað allir í myndinni eru óendanlega hömlulausir og opnir.

South Park: Bigger, Longer and Uncut/Trufluð tilvera: Stærri, lengri og óklippt

Flugbeitt þjóðfélagsádeila í bland við kvikindislegan barnaskap. Hreint óborganlega fyndin mynd, óháð því hvort viðkomandi þekkir þættina eður ei.

Einföld ráðagerð /A Simple Plan

Magnþrunginn spennutryllir með sterkum siðferðilegum og dramatískum undirtóni. Myndin er í alla staði frábærlega unnin og leikur Billy Bob Thorntons er ógleymanlegur.

Þrettándi stríðsmaðurinn / The 13th Warrior

½

Prýðisævintýri um araba sem berst með víkingum við dýrkendur hins neðra. Svolítið ómarkviss.

Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson