Kátar stelpur með æði ljóshærðar og vestrænar dúkkur á Barnaheimili númer 4.
Kátar stelpur með æði ljóshærðar og vestrænar dúkkur á Barnaheimili númer 4.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í Mongólíu geta litlar fjárupphæðir breytt miklu.

Í Mongólíu geta litlar fjárupphæðir breytt miklu. Í þorpinu Arvækhír er að finna "Barnaheimili númer 4" sem svo nefnist ennþá en á sovéttímanum voru flestar verksmiðjur og opinberar stofnanir aðgreindar með númerum í Mongólíu sem og öðrum sósíalískum ríkjum.

Á Barnaheimili númer 4 dveljast börn á aldrinum 3 til 7 ára og fer þar því einnig fram undirbúningur fyrir eiginlega skólagöngu. Barnaheimilið var í algjörri niðurníðslu og í raun ekki brúklegt þegar því barst aðstoð upp á 200.000 túgrík (um 200 Bandaríkjadali eða rúmar 15.000 krónur) frá Sænsku þróunarstofnuninni SIDA. Fyrir þessa peninga var unnt að innrétta upp á nýtt fjórar stofur og kaupa leikföng handa börnunum. Um það sáu konur sem starfa sem sjálfboðaliðar í bænum.

Barnaheimilið fékk einnig 200.000 túgrík frá Soros-stofnuninni og var þeim peningum varið til að gera upp fimmtu stofuna auk þess sem leikföng voru einnig keypt.

Skólastofur þessar eru bjartar, snyrtilegar og hlýlegar og ekki fór á milli mála að börnin nutu sín vel á þessu barnaheimili. Tveir eða þrír starfsmenn voru í hverri stofu og voru þeir sammála um að aðstæður allar hefðu gjörbreyst sökum styrkja þessara. Í einni stofunni voru tvö fötluð börn og kvaðst starfsfólk merkja að þau hefðu tekið umtalsverðum framförum við að vera innan um jafnaldra sína við svo ákjósanlegar aðstæður.

Nokkuð skyggir hins vegar á að margir foreldrar hafa ekki efni á að senda börn sín á Barnaheimili númer 4. Gjöldin eru um 150 krónur á mánuði og sú upphæð er mörgum ofviða.

Þannig má breyta lífi marga í Mongólíu með hnitmiðaðri aðstoð við "grasrótina".