TOYOTA í Evrópu, TMME, sló sölumet í marsmánuði og náði mestri sölu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs í Evrópu. Í mars seldust 76.084 bílar og 182.625 Toyota- og Lexus-bílar fyrsta ársfjórðunginn, sem er aukning upp á 39.600 bílar miðað við síðasta ár.
TOYOTA í Evrópu, TMME, sló sölumet í marsmánuði og náði mestri sölu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs í Evrópu. Í mars seldust 76.084 bílar og 182.625 Toyota- og Lexus-bílar fyrsta ársfjórðunginn, sem er aukning upp á 39.600 bílar miðað við síðasta ár. Þetta er aukning upp á 27%. Mest aukning varð í sölu á Toyota Yaris, sem seldist í 51.649 eintökum fyrstu þrjá mánuði ársins, og Corolla, sem seldist í 43.458 eintökum í Evrópu. Á næstunni hleypir Toyota af stokkunum nýjum Previa-fjölnotabíl og RAV4-jepplingi og ráðgerir fyrirtækið að söluaukningin verði viðvarandi vegna þessara nýju bíla. Þá er einnig von á Evrópugerð tvinnbílsins Prius, sem hefur verið til sölu í Japan um nokkurt skeið.