Bör Börson á Aðalstöðinni: Upplestri frestað vegna ágreinings erfingja þýðanda ÚTSENDINGU á upplestri Péturs Péturssonar þuls á sögunni um Bör Börsson, sem samkvæmt dagskrá átti að hefjast á Aðalstöðinni síðastliðinn þriðjudag, hefur að sögn Helga...

Bör Börson á Aðalstöðinni: Upplestri frestað vegna ágreinings erfingja þýðanda

ÚTSENDINGU á upplestri Péturs Péturssonar þuls á sögunni um Bör Börsson, sem samkvæmt dagskrá átti að hefjast á Aðalstöðinni síðastliðinn þriðjudag, hefur að sögn Helga Péturssonar, útvarpsstjóra Aðalstöðvarinnar, verið frestað um sinn vegna ágreinings, sem reyndist vera meðal erfingja Helga Hjörvars, þýðanda sögunnar, um það hvort leyfa ætti útsendinguna.

Um er að ræða upplestur sögunnar, sem Pétur Pétursson lasinn á segulband fyrir Blindrabókasafnið, en Aðalstöðin átti að fá afnot af.

"Þetta mál var komið á lokastig og upplesturinn hafði verið settur á dagskrá Aðalstöðvarinnar, þegar í ljós kom að ekki reyndist vera fyrir hendi fullnaðarsam komulag meðal erfingjanna. Við vildum forðast hugsanleg leiðindi vegna þessa máls og ætlum þvíað sjá til, en það er þó ekki útilokað að af lestrinum geti orðið síðar," sagði Helgi.