27. september 1990 | Innlendar fréttir | 246 orð

Tveir menn ákærðir fyrir morðið í Stóragerði

Tveir menn ákærðir fyrir morðið í Stóragerði MÁL sem ríkissaksóknari hefur höfðað gegn Guðmundi Helga Svavarssyni, 28 ára, og Snorra Snorrasyni, 34 ára, fyrir að hafa orðið Þorsteini Guðnasyni, bensínafgreiðslumanni við bensínstöð Esso í Stóragerði, að...

Tveir menn ákærðir fyrir morðið í Stóragerði

MÁL sem ríkissaksóknari hefur höfðað gegn Guðmundi Helga Svavarssyni, 28 ára, og Snorra Snorrasyni, 34 ára, fyrir að hafa orðið Þorsteini Guðnasyni, bensínafgreiðslumanni við bensínstöð Esso í Stóragerði, að bana þann 25. apríl síðastliðinn var þingfest í Sakadómi Reykjavíkur í gær. Jafnframt voru mennirnir úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 15. desember. Í ákæru ríkissaksóknara er mönnunum gefið að sök að hafa í félagi veist að Þorsteini heitnum og orðið honum að bana.

Báðir eru þeir ákærðir fyrir manndráp, rán - til vara þjófnað - og nytjastuld á bifreið Þorsteins með því að hafa að morgni miðvikudagsins 25. apríl farið í bensínafgreiðslu Esso við Stóragerði íReykjavík í þeim tilgangi að ræna þar fjármunum og hafa, er þeir voru komnir á staðinn, veist í félagi að Þorsteini Guðnasyni og banað honum með því að stinga hann mörgum stungum í brjóst og bak með egg- og stunguvopnum og slá hann í höfuðið með þungum hlut og tekið úr peningaskáp stöðvarinnar samtals krónur 542.891 í peningum og tékkum og horfið brott af vettvangi í bifreið Þorsteins sem ákærði, Guðmundur Helgi, ók að heimili sínu en þaðan ók ákærði, Snorri, bifreiðinni í bifreiðastæði við Vesturgötu þar sem hann skildi hana eftir.

Þá er höfðað mál gegn Guðmundi Helga fyrir að hafa vorið 1989 keypt 1.000 skammta af LSD í Rotterdam og fengið þorra efnisins póstsent til landsins. Lögregla lagði hald á 692 skammta við húsleit á heimili hans í apríl 1989.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.