Svikult er seiðblátt hafið og siglingin afar löng. Einn hlustar Ódysseifur á óminnisgyðjunnar söng. Marmarahöllin heima. - Ég húmdökku gluggana sá mæna eins og andvaka augu út á hinn dimmmjúka sjá.
Svikult er seiðblátt hafið
og siglingin afar löng.
Einn hlustar Ódysseifur
á óminnisgyðjunnar söng.
Marmarahöllin heima. -
Ég húmdökku gluggana sá
mæna eins og andvaka augu
út á hinn dimmmjúka sjá.
- - -
Jóhann Sigurjónsson.