ÍSLENDINGAR seldu samtals tæplega 12.000 tonn af óunnum fiski í Þýzkalandi á síðasta fiskveiðiári. Það er litlu meira en fór utan fiskveiðiárið þar á undan. Heldur meira fór nú utan í gámum en fiskiskipin sigldu með minna.
ÍSLENDINGAR seldu samtals tæplega 12.000 tonn af óunnum fiski í Þýzkalandi á síðasta fiskveiðiári. Það er litlu meira en fór utan fiskveiðiárið þar á undan. Heldur meira fór nú utan í gámum en fiskiskipin sigldu með minna. Langmest er selt af karfa í þýzkalandi og fer megnið af honum á uppboðsmarkaðinn í Bremerhaven. Alls fóru 8.700 tonn af karfa í gámum á þennan markað á nýliðnu fiskveiðiári og var meðalverðið tæplega 114 krónur á kíló. Heildarverðmæti var því tæplega einn milljarður króna. Siglt var með 2.600 tonn og var meðalverð hið sama og heildarverðmæti því tæplega 300 milljónir króna. Mjög lítið af öðrum tegundum fór utan þetta tímabil.