5. desember 2000 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd

Í minningu Bjargar C. Þorláksson

Ásmundur Sveinsson við brjóstmynd sína af Björgu Caritas Þorláksson.
Ásmundur Sveinsson við brjóstmynd sína af Björgu Caritas Þorláksson.
AÐ frumkvæði áhugafólks um að halda í heiðri minningu Bjargar Carítasar Þorláksson (1874-1934) er söfnun hafin til að kosta málmafsteypu af brjóstmynd úr gifsi eftir Ásmund Sveinsson af Björgu.
AÐ frumkvæði áhugafólks um að halda í heiðri minningu Bjargar Carítasar Þorláksson (1874-1934) er söfnun hafin til að kosta málmafsteypu af brjóstmynd úr gifsi eftir Ásmund Sveinsson af Björgu. Styttunni verður ætlaður staður innan skipulagssvæðis Háskóla Íslands.

Björg var hámenntuð og fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi. Ritgerð hennar við doktorsvörnina 17. júní 1926 var á sviði lífeðlisfræði.

Í fréttatilkynningu frá starfshópi er vinnur að þessu verkefni segir: "Nú á dögum er fátt í íslensku samfélagi sem minnir á þetta afrek hennar en úrbóta er að vænta. Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor í mannfræði, vinnur að ritun ævisögu Bjargar og að framkvæmd við gerð styttunnar vinnur starfshópur á vegum Félags háskólakvenna, Kvenréttindafélags Íslands og Vísindafélags Íslands, svo og ættmenna Bjargar C. Þorláksson.

Málefninu til styrktar er efnt til "hádegisverðar með hátíðarsniði" sunnudaginn 10. desember nk. Flutt verður tónlist og stuttlega kynnt ævi og starf Bjargar og stuðlað að samveru áhugasamra kvenna í anda hennar. Á borðum er ljúffeng máltíð á aðventu að hætti Þingholts. Salurinn þar rúmar um 60 manns til borðs og má tilkynna þátttöku eigi síðar en þriðjudaginn 5. desember."

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.