Seltirningar þurftu að glíma við íslag á bílrúðum á laugardagsmorgun. Elvar Ragnarsson var á leið í vinnuna en þurfti fyrst að skafa.
Seltirningar þurftu að glíma við íslag á bílrúðum á laugardagsmorgun. Elvar Ragnarsson var á leið í vinnuna en þurfti fyrst að skafa.
MIKIL ísing var á götum höfuðborgarsvæðisins í gærmorgun og árrisulir ökumenn þurftu margir hverjir að verja drjúgum tíma í að skafa þykka íshúð af rúðum bíla sinna. Hálkan tafði för, jafnt þeirra sem fóru um fótgangandi og óku um í bílum.

MIKIL ísing var á götum höfuðborgarsvæðisins í gærmorgun og árrisulir ökumenn þurftu margir hverjir að verja drjúgum tíma í að skafa þykka íshúð af rúðum bíla sinna. Hálkan tafði för, jafnt þeirra sem fóru um fótgangandi og óku um í bílum.

Frost í Reykjavík mældist um 10°C aðfaranótt laugardags. Himinn var heiðskír og logn. Eyjólfur Þorbjörnsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að þegar allt þetta fari saman, talsvert frost, bjartviðri og logn, megi búast við slíkri ísingu.