Nafn féll niður Í aðfangadagsblaði Morgunblaðsins birtist grein um sögu jólasálmsins "Heims um ból". Nafn höfundar, Ingibjargar R. Magnúsdóttur, féll niður, og hún og lesendur eru beðin velvirðingar á þessum mistökum.

Nafn féll niður

Í aðfangadagsblaði Morgunblaðsins birtist grein um sögu jólasálmsins "Heims um ból". Nafn höfundar, Ingibjargar R. Magnúsdóttur, féll niður, og hún og lesendur eru beðin velvirðingar á þessum mistökum.

Rangnefndur KR-ingur

Í laugardagsblaði birtist grein um ungan KR-ing, Bjarka Pjetursson, sem heimsótti knattspyrnuliðið Liverpool á dögunum. Sumstaðar í greininni er rangt farið með nafn Bjarka og er hann og lesendur beðnir velvirðingar á þeim afglöpum.

Rangt dánardægur

Ranghermt var í frétt um andlát Gylfa Ásmundssonar í blaðinu í gær að hann hefði látist 5. janúar. Hið rétta er að Gylfi lést á Landspítalanum 4. janúar. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum.

Rangur aldur

Í frétt um leikskólakostnað námsmanna í gær var ranghermt að börn á leikskólanum Sólgarði væru á aldrinum 2-6 ára. Hið rétta er að þau eru á aldrinum sex mánaða til tveggja ára.