ÞAÐ KEMUR væntanlega fáum á óvart að mest selda plata ársins vestan hafs var með N'Sync en No Strings Attached, sem kom út í mars, seldist í 9.936.104 eintökum. Eminem, sem "dissar" þá N'Sync pilta rækilega á plötu sinni, seldi 7.921.

ÞAÐ KEMUR væntanlega fáum á óvart að mest selda plata ársins vestan hafs var með N'Sync en No Strings Attached, sem kom út í mars, seldist í 9.936.104 eintökum.

Eminem, sem "dissar" þá N'Sync pilta rækilega á plötu sinni, seldi 7.921.107 eintök af The Marshall Mathers LP en Britney Spears, sem fékk einnig til tevatnsins hjá Eminem, seldist í 7.893.544 eintökum.

Human Clay með Creed, sem kom út 1999, seldist í 6.587.834 eintökum, Supernatural með Carlos Santana, sem kom líka út 1999, seldist í 5.857.824 á árinu.

Bítlaplatan 1 setti nokkurs konar sölumet; hún er sjötta mest selda plata ársins vestan hafs með 5.068.300 eintök seld á hálfum öðrum mánuði, því hún kom út um miðjan nóvember.

Rapparinn Nelly náði sjöunda sætinu með 5.067.529 eintök seld af Country Grammar.

Black & Blue Backstreet Boys seldist í 4.289.865 eintökum á rúmum mánuði, Dr. Dre seldi 3.992.311 eintök af 2001 og Destiny's Child seldi 3.802.165 af The Writing's on the Wall sem kom út sumarið 1999.