[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Furðuland / Strangeland ½ Þessi annars dæmigerða fjöldamorðingjamynd sýnir á sér nokkrar óvæntar hliðar. Sannir hryllingsfíklar munu hafa gaman af þessari.

Furðuland / Strangeland ½

Þessi annars dæmigerða fjöldamorðingjamynd sýnir á sér nokkrar óvæntar hliðar. Sannir hryllingsfíklar munu hafa gaman af þessari.

Gildran / Ratchet

Ansi vel heppnuð spennumynd sem fléttar saman helstu einkennum "film noir"-hefðarinnar og ádeilu á Hollywood.

Komið að þér, elskan / Skat, det er dint tur ½

Þessi danska gamanmynd veltir fyrir sér af nokkurri leikni hvernig samfélagið liti út væri valdahlutföllum kynjanna víxlað.

Barn í vændum? / Maby Baby

Bráðfyndin bresk gamanmynd um barnlaus hjón í barneignahug. Rowan Atkinson fer á kostum í aukahlutverki.

Kraftaverkamaðurinn / The Miracle Maker

Athyglisverð og vönduð hreyfimynd sem segir sögu Jesú Krists. Tilvalin um jólin.

Ferð Alvin Straight / The Straight Story

Þessi einfalda og fjölskylduvæna saga er óvenjuleg af hendi David Lynch, en vel heppnuð að sama skapi.

Bylgjulengd / Frequency ½

Þessi tímaflakksmynd með Dennis Quaid er grípandi og skemmtileg. Ágætis afþreying.

Venjulegur heiðvirður glæpamaður / Ordinary Decent Criminal ½

Ágætur írskur grínkrimmi þar sem Kevin Spacey rembist eins og rjúpan við staurinn að ná hreimnum góða sem réttustum.

Fullorðið fólk / Vuksna Människor

Ansi smellin sænsk vandamálagamanmynd með tilheyrandi framhjáhöldum og frjálslegheitum. Styrkir trú manns á sænskan húmor.

Heiða Jóhannsdóttir Ottó Geir Borg Skarphéðinn Guðmundsson