Kirkjuþing: Þjóðkirkjan ekki hattur yfir hvers konar trúarreynslu eða fyrirbæri ­sagði biskup í svari við fyrirspurn um áhrif "Karis matísku hreyfingarinnar" í íslensku safnaðarlífi "ÞJÓÐKIRKJAN getur ekki gagnrýnislaust tekið við hvaða reynslu sem er...

Kirkjuþing: Þjóðkirkjan ekki hattur yfir hvers konar trúarreynslu eða fyrirbæri ­sagði biskup í svari við fyrirspurn um áhrif "Karis matísku hreyfingarinnar" í íslensku safnaðarlífi "ÞJÓÐKIRKJAN getur ekki gagnrýnislaust tekið við hvaða reynslu sem er, heldur verður hún að mæta fyrirbærum með gagnrýni, en það merkir, að hún þarf að prófa vendilega fyrirbæri, sem uppi eru og meta þau í ljósi vitnisburðar síns eða kenningar. Þjóðkirkjan getur ekki heldur verið hattur eða regnhlíf yfir hvers konar trúarreynslu eða fyrirbæri," sagði herra Ólafur Skúlason biskup í svari við fyrirspurn séra Gunnars Kristjánssonar í fyrirspurnartíma á Kirkjuþingi í gær. Séra Gunnar fór fram á álit biskups á hinni svokölluðu "Karismatísku trúarhreyfingu" á Íslandi sem strangtrúaðir aðhyllast og er tilefnið einkum umdeildar skoðanir farprests kirkjunnar á Seltjarnarnesi.

Séra Gunnar sagði að margir hefðu spurt sig og fleiri presta hvað væri að gerast í kirkjunni, hvort þær skoðanir, sem fullyrt væri að kenndar séu um þessar mundir af farpresti kirkjunnar, séu almennt skoðanir presta eða kirkjunnar.

"Þrátt fyrir mikla umfjöllun er samt lítið við að styðjast af tiltæku efni um það sem vekur spurningar fólks. Þar koma til sögusagnir sem berast mann frá manni eins og að presturinn hafi kennt fermingarbörnum að fötlun sé refsing frá Guði, að blessun Guðs komi framí góðu heilsufari og góðum veraldlegum efnum, ríkidæmi jafnvel. Á opinberum fundum hefur presturinn hafnað kenningu Darwins og þar með gengið í berhögg við við tekinn Biblíuskilning í íslensku þjóðkirkjunni. Í viðtölum, m.a. í DV 13. okt. s.l., er fjallað um djöfulinn á þann hátt að menn reka upp stór augu og spyrja hvort það sé rétt að prestar eigi að tala um djöfulinn eins og gert var fyrr á tímum þegar hið illa var holdgert í sterku myndmáli," sagði Gunnar.

Hann rakti sögu og boðskap þessarar trúhreyfingar, og sagði að vegna atburða í Seltjarnarness söfnuðinum, þar sem sóknarnefnd hefði sagt af sér og upplausn virtist ríkja, væri það hlutverk kirkjuþings að fara ofan í saumana á slíkum málum. "Ég hef reynt að færa rök að því að hér er á ferð vandi sem aðrar kirkjur þekkja orðið býsna vel víða um heim.," sagði Gunnar. Taldi hann meginatriði vandans snúast um safnaðar skilninginn. "Annars vegar er hinn breiði skilningur þar sem skírnin markar inngöngu í kirkju Krists og starf kirkjunnar er síðan skilið í framhaldi af henni, í fyrstu sem skírnarfræðsla, uppbygging í trúnni þar sem allt miðar að tvennu: að barnið verði kristinn maður í lífi sínu og starfi og að söfnuðurinn verði samfélag um Guðs orð og byggist sífellt upp og endurnýist í því orði og í samfélagi við Krist. Hins vegar er svo sértrú arskilningurinn þar sem ekki er lengur gengið út frá hinum breiða söfnuði og heldur ekki barnaskírninni heldur er litið á hinn breiða söfnuð sem eins konar kristniboðs akur, hóp af ókristnu fólki sem þarf að taka afturhvarf, skírast í andanum eða ganga í gegnum einhvern annan sérstakan þróunarferil sem viðkomandi sértrúarviðhorf byggist á. Söfnuðurinn á að þeirra mati að vera "hreinn," sagði hann.

"Frelsi prestsins eru takmörk sett, einn prestur hefur ekki leyfi til að skaða kirkjuna í heild, hann hefur ekki leyfi til að boða annað en það sem kirkjan í heild boðar," sagði Gunnar.

Í svari sínu benti biskup á að karismatíska vakningin hefði borist til Íslands á árunum upp úr 1970 frá Norðurlöndum og laðað til sín fólk, aðallega úr KFUM