JACK London skrifaði fræga bók í upphafi síðustu aldar, er hann "stakk [sér] niður í undirheima Lundúna, með þeirri tilfinningu, sem líktist áhuga landkönnuðar, eða uppfinningamanns", svo að vísað sé til orða höfundarins.

JACK London skrifaði fræga bók í upphafi síðustu aldar, er hann "stakk [sér] niður í undirheima Lundúna, með þeirri tilfinningu, sem líktist áhuga landkönnuðar, eða uppfinningamanns", svo að vísað sé til orða höfundarins.

Þorfinnur Guðnason hefur með sama hætti stungið sér niður í undirheima Reykjavíkur með frábærri mynd sinni um Lalla Johns.

Myndin er sönn. Hún er ekki leikin eða tilbúin atriði í henni. Auðnuleysið er ekki höfundarverk annarra en þeirra, sem sjást í myndinni. Ég hygg, að dómarar, málflytjendur og lögreglumenn kannist við marga þá, sem bregður fyrir í þessari mynd, og þekki umgjörðina, sem er um óhamingju þessa fólks. Flestum öðrum er þessi heimur óþekktur.

Myndin rekur ævi Lárusar í sex ár. Hún er um manninn, sem segist trúa á, að næst muni allt snúast til betri vegar, - að nú hljóti allt að fara réttan veg, - hann er búinn að vera 17 ár í fangelsi frá 1967. Og hann segist aldrei gefast upp. Raunveruleikinn er annar. Að því leytinu til er þessi mynd eins og margar af myndum Chaplins: Sorgin er falin á bak við brosið.

Ég hvet alla til að sjá þessa mynd. Hún er sannarlega í hópi þeirra mynda, sem beztar hafa verið gerðar á Íslandi.

Lárus hafði hlakkað til að mæta á frumsýningu myndarinnar. Hann situr hins vegar á Litla-Hrauni að gjalda þjóðfélaginu reikningsskap gerða sinna. Hann óskaði eftir að fá að vera á frumsýningunni. Skriffinnar ríkisins töldu ekki ekki ástæðu til þess. Sú afstaða lýsir því miður smáum hugarheimi.

HARALDUR BLÖNDAL hrl.

Frá Haraldi Blöndal: