Kári Friðriksson
Kári Friðriksson
ÞRÍR kórar halda sameiginlega tónleika í Breiðholtskirkju á morgun, laugardag, kl. 15. Kórarnir eru Gerðubergskórinn (kór Félagsstarfs Gerðubergs), Þingeyingakórinn og M.R.60.

ÞRÍR kórar halda sameiginlega tónleika í Breiðholtskirkju á morgun, laugardag, kl. 15.

Kórarnir eru Gerðubergskórinn (kór Félagsstarfs Gerðubergs), Þingeyingakórinn og M.R.60. Kórarnir eiga það sameiginlegt að Kári Friðriksson tenórsöngvari er stjórnandi þeirra allra, en hann kemur einnig fram á tónleikunum sem einsöngvari.

Undirleikarar eru Unnur Eyfells, Benedikt Egilsson, Arngrímur Marteinsson og Jón Friðrik Möller.

Aðgangseyrir er 1.000 kr. en 500 kr. fyrir eldri borgara.