POTTÞÉTT mál, nýjasta Pottþétt platan, enn þá á toppnum. Segir sig sjálft. Það er gaman að líta yfir efnisúrval á þessum vinsælu safndiskum því við það fær maður ansi glögga mynd á því hvaða straumar ríkja í dægurtónlist hverju sinni.
POTTÞÉTT mál, nýjasta Pottþétt platan, enn þá á toppnum. Segir sig sjálft. Það er gaman að líta yfir efnisúrval á þessum vinsælu safndiskum því við það fær maður ansi glögga mynd á því hvaða straumar ríkja í dægurtónlist hverju sinni. Þannig má túlka út frá hinum nýjasta að danstónlistin sé hvergi nærri á undanhaldi því vel yfir helmingur laganna má tengja með einum eða öðrum hætti þeim flokki. Þar rís hæst léttleikandi evrópopp á borð við Dario G og Sonique og sykursætt unglingapopp Westlife, Backstreet Boys og Britney Spears. Þó getur einnig að finna frekari þungavigtarmenn á við plötusnúðinn Fatboy Slim, hipp-hopparana í Wu-Tang Clan og svalasta frakka á jarðkringlunni St. Germain. Pottþétt dansblanda.