REYNIR Guðmundsson úr Golfklúbbnum Flúðum fór holu í höggi á sunnudaginn, 1. apríl. Reynir var við golfleik á Islantilla vellinum á Spáni þar sem hann er í golfferð með Úrvali/Útsýn. Á 15.
REYNIR Guðmundsson úr Golfklúbbnum Flúðum fór holu í höggi á sunnudaginn, 1. apríl. Reynir var við golfleik á Islantilla vellinum á Spáni þar sem hann er í golfferð með Úrvali/Útsýn. Á 15. braut, sem er par 3 og 106 metra löng, dró Reynir upp fleygjárn sitt og smellti boltanum í. Að sögn gekk honum og meðspilurum hans erfiðlega að sannfæra aðra Íslendinga um að hann hefði náð draumahögginu, enda var 1. apríl.