ÍSLANDSMEISTARAMÓT í þolfimi verður haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði föstudaginn 6. apríl og hefst kl. 19.30. Keppt verður í unglingaflokki, parakeppni, og í flokki einstaklinga.

ÍSLANDSMEISTARAMÓT í þolfimi verður haldið í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði föstudaginn 6. apríl og hefst kl. 19.30.

Keppt verður í unglingaflokki, parakeppni, og í flokki einstaklinga. Á meðal keppenda eru Jóhanna Rósa Ágústsdóttir og Halldór B. Jóhannsson sem bæði eru ofarlega á heimslista Alþjóðafimleikasambandsins FIG og hafa staðið sig mjög vel á heimsmeistara- og heimsbikarmótum. Á næstu dögum heldur Halldór utan þar sem hann tekur þátt í sterku móti í Tókýó. Keppendur koma einnig frá Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík.

Það er öllum velkomið að koma og fylgjast með stuttu og skemmtilegu móti. Enginn aðgangseyrir.